Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 21:26 Pablo Hasel ætlar sér ekki að gefa sig fram og afplána níu mánaða fangelsisdóm. Lorena Sopêna I Lòpez/Europa Press via Getty Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira