Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 17:07 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði lýðræðið eiga undir högg að sækja í heiminum. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent