Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2021 14:03 Þungvopnuð lögregla handtekur blóðugan mótmælanda. Aung Kyaw Htet/SOPA Images/LightRocket via Getty Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að lögregla hefði skotið mótmælendur til bana í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay. Mótmælendahópar hafa verið beittir táragasi, gúmmíkúlum og alvöru byssukúlum. Öryggissveitir á vegum hersins hafa um helgina tekið upp enn meiri hörku gegn mótmælendum, sem hafa látið í sér heyra síðan herinn tók völdin í landinu í byrjun febrúar og nokkrir af helstu leiðtogum landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín, voru hnepptir í varðhald. Mótmælin hafa að mestu leyti verið friðsamleg. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna mótmælendur reyna að forða sér undan öryggissveitum og lögreglu sem fylgja þeim fast á eftir. Þá sjást sveitirnar reisa vegatálma og leiða einhverja mótmælendur blóðuga í burtu. Horrible images coming out of #Myanmar 🇲🇲 where protesters are experiencing the bloodiest day so far. More than a dozen protesters have been killed by live fire by #Tatmadaw forces pic.twitter.com/rnqhKEqcBJ— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 28, 2021 Tala látinna mótmælenda er á einhverju reiki, en einhverjir mjanmarskir aðgerðasinnar hafa á samfélagsmiðlum sagt frá því að allt að tuttugu mótmælendur hafi beðið bana í átökum við lögreglu. Í samtali við AFP-fréttastofuna sagði einn mótmælandi að lögregla hefði byrjað að skjóta mótmælendur við fyrstu sýn. „Lögreglan hóf skothríð um leið og við mættum. Við fengum enga viðvörun. Sumir [mótmælendur] særðust og sumir eru enn að fela sig í húsum nágranna sinna,“ sagði mótmælandinn Amy Kyaw. Mjanmar Tengdar fréttir Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að lögregla hefði skotið mótmælendur til bana í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay. Mótmælendahópar hafa verið beittir táragasi, gúmmíkúlum og alvöru byssukúlum. Öryggissveitir á vegum hersins hafa um helgina tekið upp enn meiri hörku gegn mótmælendum, sem hafa látið í sér heyra síðan herinn tók völdin í landinu í byrjun febrúar og nokkrir af helstu leiðtogum landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín, voru hnepptir í varðhald. Mótmælin hafa að mestu leyti verið friðsamleg. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna mótmælendur reyna að forða sér undan öryggissveitum og lögreglu sem fylgja þeim fast á eftir. Þá sjást sveitirnar reisa vegatálma og leiða einhverja mótmælendur blóðuga í burtu. Horrible images coming out of #Myanmar 🇲🇲 where protesters are experiencing the bloodiest day so far. More than a dozen protesters have been killed by live fire by #Tatmadaw forces pic.twitter.com/rnqhKEqcBJ— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 28, 2021 Tala látinna mótmælenda er á einhverju reiki, en einhverjir mjanmarskir aðgerðasinnar hafa á samfélagsmiðlum sagt frá því að allt að tuttugu mótmælendur hafi beðið bana í átökum við lögreglu. Í samtali við AFP-fréttastofuna sagði einn mótmælandi að lögregla hefði byrjað að skjóta mótmælendur við fyrstu sýn. „Lögreglan hóf skothríð um leið og við mættum. Við fengum enga viðvörun. Sumir [mótmælendur] særðust og sumir eru enn að fela sig í húsum nágranna sinna,“ sagði mótmælandinn Amy Kyaw.
Mjanmar Tengdar fréttir Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25
Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54