Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 23:20 Önnur myndanna sem Fischer birti á Instagram. Búist er við að hann nái fullum bata. Instagram/@valleyofthedogs Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag. Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs)
Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06