Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2021 16:11 Frá mótmælum í Yangon í dag. EPA/NYEIN CHAN NAING Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. Vitni sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja mótmælendur ekki hafa fengið viðvaranir og einn þeirra sagði að mótmæli sem hann sótti hafi breyst í blóðbað. Í borginni Yangon voru minnst átta skotnir þegar skothríðin hófst og sambærilega sögu er að segja frá bænum Monywa. Reuters hefur eftir mannréttindasamtökum að minnst átján séu dánir en í frétt BBC segir að minnst tíu hafi fallið. Þar er tekið fram að fregnir af fleiri dauðsföllum hafi borist en þær hafi ekki verið staðfestar. Hörð viðbrögð herstjórnarinnar við mótmælunum hafa verið gagnrýnd víða um heiminn. Sú gagnrýni hefur þó ekki skilað ætluðum árangri þar sem viðbrögð herstjórnarinnar hafa orðið sífellt harðari. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Samkvæmt frétt Reuters hafa minnst 40 mótmælendur dáið frá því mótmælin hófust. AP fréttaveitan birti í dag myndband sem sýnir lögregluþjóna handtaka blaðamann á þeirra vegum. Hann og fimm aðrir blaðamenn hafa verið ákærðir samkvæmt lögum sem herstjórnin breytti og gerði strangari í síðasta mánuði og gætu þeir mögulega verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. #Myanmar : gruesome video of police violence in #Yangon today.Policemen stop an ambulance and force the medics outside. Once they sit by the side of the road the police start savagely beating the defenseless medics. #WhatsHappeninglnMyanmar pic.twitter.com/PneXYb6AWC— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 3, 2021 Mjanmar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Vitni sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja mótmælendur ekki hafa fengið viðvaranir og einn þeirra sagði að mótmæli sem hann sótti hafi breyst í blóðbað. Í borginni Yangon voru minnst átta skotnir þegar skothríðin hófst og sambærilega sögu er að segja frá bænum Monywa. Reuters hefur eftir mannréttindasamtökum að minnst átján séu dánir en í frétt BBC segir að minnst tíu hafi fallið. Þar er tekið fram að fregnir af fleiri dauðsföllum hafi borist en þær hafi ekki verið staðfestar. Hörð viðbrögð herstjórnarinnar við mótmælunum hafa verið gagnrýnd víða um heiminn. Sú gagnrýni hefur þó ekki skilað ætluðum árangri þar sem viðbrögð herstjórnarinnar hafa orðið sífellt harðari. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Samkvæmt frétt Reuters hafa minnst 40 mótmælendur dáið frá því mótmælin hófust. AP fréttaveitan birti í dag myndband sem sýnir lögregluþjóna handtaka blaðamann á þeirra vegum. Hann og fimm aðrir blaðamenn hafa verið ákærðir samkvæmt lögum sem herstjórnin breytti og gerði strangari í síðasta mánuði og gætu þeir mögulega verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. #Myanmar : gruesome video of police violence in #Yangon today.Policemen stop an ambulance and force the medics outside. Once they sit by the side of the road the police start savagely beating the defenseless medics. #WhatsHappeninglnMyanmar pic.twitter.com/PneXYb6AWC— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 3, 2021
Mjanmar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira