Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 21:25 Árleg tölvusneiðmyndarannsókn einstaklinga í áhættuhópum getur minnkað dánartíðni af völdu krabbameinsins um 20 til 25 prósent. Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent