Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2021 08:41 Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Lögreglan í London Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar. Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent