Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 12:15 Hlúð að mótmælenda sem var skotinn í Yangon í gær. AP Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira