Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 13:37 Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á kveðjuathöfn þegar Trump lét af embætti 20. janúar. Þeir beittu flokkssystkini sín í Georgíu miklum þrýstingi til að reyna að snúa við úrslitum kosninganna þar. Vísir/EPA Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. Joe Biden varð fyrsti frambjóðandi demókrata til að hrósa sigri í forsetakosningum í Georgíu í 28 ár í nóvember. Georgía varð í kjölfarið einn af miðpunktum stoðlausara samsæriskenninga Trump og bandamanna hans um að hann hefði verið hlunnfarinn með stórfelldum kosningasvikum. Trump reyndi um margra vikna skeið að þrýsta á ráðamenn í Georgíu um að snúa úrslitum kosninganna við þrátt fyrir að tvær endurtalningar hefðu staðfest úrslitin. Í því skyni hringdi Trump í innanríkisráðherra Georgíu og æðsta yfirmann kosningamála ríkisins og sagði honum að „finna“ nægileg mörg atkvæði til að færa honum sigurinn. Reuters-fréttastofan segir að hlutur Meadows í þrýstingsherferð Trump sé líklegur til að koma til kasta umdæmissaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu sem rannsakar nú hvort forsetinn fyrrverandi hafi brotið lög. Mætti óvænt í heimsókn til kjörstjórnar Daginn eftir að Trump kvartaði opinberlega undan því að endurtalning í Georgíu gengi of hægt og að svik hefðu fengið að grassera mætti Meadows í óvænta heimsókn í úthverfi Atlanta og vildi fá að fylgjast með endurskoðun á undirskriftum þúsundum kjósenda. Innanríkisráðherra Georgíu fékk aðeins vitneskju um komu Meadows 45 mínútum áður en hann mætti á staðinn 22. desember. Meadows var ekki leyft að fara inn í herbergið þar sem starfsmenn kjörsóknar skoðuðu hvort undirskriftir kjósenda sem höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar pössuðu við sýnishorn í skrám kjörstjórnar. Þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins nýtti tímann og safnaði símanúmerum embættismanna sem Trump hringdi svo í til að fá þá til að hagræða úrslitum kosninganna sér í vil. Mesta athygli vakti símtal Trump til Brads Raffensperger, innanríkisráðherra, 2. janúar. Hvíta húsið hafði reynt að hringja í Raffensperger átján sinnum fyrir það en innanríkisráðherrann sagðist hafa forðast að taka símann þar sem það gæti leitt til hagsmunaáreksturs fyrir hann. Upptaka af símtalinu rataði í hendur bandarískra fjölmiðla. Á henni heyrðist Trump segja Raffensperger, sem er repúblikani, að það væri ekkert athugavert við að hann gæfi út ný kosningaúrslit og segðist hafa misreiknað sig. Vildi trúnaðarupplýsingar um kjósendur Meadows tók þátt í símtalinu. Í því krafði hann embættismenn í Georgíu um upplýsingar um kjósendur sem eru bundnar trúnaði. Kröfu Meadows var hafnað í samræmi við ríkislög en starfsmannastjórinn lét ekki segjast og bað lögfræðing innanríkisráðherrans um að ræða við fulltrúa Hvíta hússins um aðgang að gögnunum. Símtalið varð kveikjan að rannsókn Fani Willis, umdæmissaksóknarans í Fulton-sýslu sem Atlanta-borg tilheyrir. Willis er demókrati. Lögspekingar telja að Meadows gæti hafa framið lögbrot með því reyna að fá innanríkisráðherrann til að brjóta gegn skyldu sinni um að vernda trúnað um persónuupplýsingar kjósenda. Hringdi beint í rannsakanda innanríkisráðherrans Nýlega birti Wall Street Journal upptöku af öðru símtali Trump og embættismanns í Georgíu, nú við Frances Watson, aðalrannsakanda innanríkisráðherrans. Reuters-fréttastofan segir að Meadows hafi rætt við Watson í heimsókn sinni í desember og fengið farsímanúmer hennar. Daginn eftir hringdi Trump persónulega í Watson og hvatti hana til að finna „óheiðarleikann“ sem átti að hafa kostað hann kosningasigurinn. „Þegar réttu svörin koma í ljós verður þú lofuð,“ heyrist Trump segja á upptökunni af símtalinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Joe Biden varð fyrsti frambjóðandi demókrata til að hrósa sigri í forsetakosningum í Georgíu í 28 ár í nóvember. Georgía varð í kjölfarið einn af miðpunktum stoðlausara samsæriskenninga Trump og bandamanna hans um að hann hefði verið hlunnfarinn með stórfelldum kosningasvikum. Trump reyndi um margra vikna skeið að þrýsta á ráðamenn í Georgíu um að snúa úrslitum kosninganna við þrátt fyrir að tvær endurtalningar hefðu staðfest úrslitin. Í því skyni hringdi Trump í innanríkisráðherra Georgíu og æðsta yfirmann kosningamála ríkisins og sagði honum að „finna“ nægileg mörg atkvæði til að færa honum sigurinn. Reuters-fréttastofan segir að hlutur Meadows í þrýstingsherferð Trump sé líklegur til að koma til kasta umdæmissaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu sem rannsakar nú hvort forsetinn fyrrverandi hafi brotið lög. Mætti óvænt í heimsókn til kjörstjórnar Daginn eftir að Trump kvartaði opinberlega undan því að endurtalning í Georgíu gengi of hægt og að svik hefðu fengið að grassera mætti Meadows í óvænta heimsókn í úthverfi Atlanta og vildi fá að fylgjast með endurskoðun á undirskriftum þúsundum kjósenda. Innanríkisráðherra Georgíu fékk aðeins vitneskju um komu Meadows 45 mínútum áður en hann mætti á staðinn 22. desember. Meadows var ekki leyft að fara inn í herbergið þar sem starfsmenn kjörsóknar skoðuðu hvort undirskriftir kjósenda sem höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar pössuðu við sýnishorn í skrám kjörstjórnar. Þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins nýtti tímann og safnaði símanúmerum embættismanna sem Trump hringdi svo í til að fá þá til að hagræða úrslitum kosninganna sér í vil. Mesta athygli vakti símtal Trump til Brads Raffensperger, innanríkisráðherra, 2. janúar. Hvíta húsið hafði reynt að hringja í Raffensperger átján sinnum fyrir það en innanríkisráðherrann sagðist hafa forðast að taka símann þar sem það gæti leitt til hagsmunaáreksturs fyrir hann. Upptaka af símtalinu rataði í hendur bandarískra fjölmiðla. Á henni heyrðist Trump segja Raffensperger, sem er repúblikani, að það væri ekkert athugavert við að hann gæfi út ný kosningaúrslit og segðist hafa misreiknað sig. Vildi trúnaðarupplýsingar um kjósendur Meadows tók þátt í símtalinu. Í því krafði hann embættismenn í Georgíu um upplýsingar um kjósendur sem eru bundnar trúnaði. Kröfu Meadows var hafnað í samræmi við ríkislög en starfsmannastjórinn lét ekki segjast og bað lögfræðing innanríkisráðherrans um að ræða við fulltrúa Hvíta hússins um aðgang að gögnunum. Símtalið varð kveikjan að rannsókn Fani Willis, umdæmissaksóknarans í Fulton-sýslu sem Atlanta-borg tilheyrir. Willis er demókrati. Lögspekingar telja að Meadows gæti hafa framið lögbrot með því reyna að fá innanríkisráðherrann til að brjóta gegn skyldu sinni um að vernda trúnað um persónuupplýsingar kjósenda. Hringdi beint í rannsakanda innanríkisráðherrans Nýlega birti Wall Street Journal upptöku af öðru símtali Trump og embættismanns í Georgíu, nú við Frances Watson, aðalrannsakanda innanríkisráðherrans. Reuters-fréttastofan segir að Meadows hafi rætt við Watson í heimsókn sinni í desember og fengið farsímanúmer hennar. Daginn eftir hringdi Trump persónulega í Watson og hvatti hana til að finna „óheiðarleikann“ sem átti að hafa kostað hann kosningasigurinn. „Þegar réttu svörin koma í ljós verður þú lofuð,“ heyrist Trump segja á upptökunni af símtalinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01
Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57