Hættir við hertar páskaaðgerðir og biðst afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:00 Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005. Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fallið frá áformum um enn harðari aðgerðir yfir páskana aðeins rúmum sólarhring eftir að tilkynnt var um þær. Merkel segist hafa gert mistök og að hún beri ábyrgð á U-beygjunni. Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33