Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 11:27 Bauchner hefur beðist afsökunar á uppákomunni. Mynd/Moody College of Communication Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar. American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum. Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum.
Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent