Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 15:04 Hunter Biden ásamt föður sínum, Joe Biden Bandaríkjaforseta, árið 2016. Getty/Teresa Kroeger Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. Repúblikanar beindu spjótum sínum einkum að Hunter Biden til að ná höggi á föður hans í aðdraganda forsetakosninganna nú í nóvember. Aðkoma Bidens yngri að stjórn áðurnefnds fyrirtækis vakti tortryggni um svipað leyti og vantrauststillaga á hendur Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar í fyrra. Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í viðtalinu við BBC, sem tekið er í aðdraganda útgáfu nýrrar sjálfsævisögu hans, en sagðist þó hafa uppfyllt þau skilyrði sem krafist var til að gegna stöðunni. Móðir Bidens, Neilia, og Naomi, ársgömul systir hans, létust í bílslysi rétt fyrir jól 1972. Biden, sem var tveggja ára þegar slysið varð, lýsti því í viðtalinu að áfallið hefði verið gríðarlegt og líklega stuðlað að fíknivandanum sem hann hefur glímt við á fullorðinsárum. Sú glíma hefur að miklu leyti verið háð fyrir opnum tjöldum en Hunter Biden hefur ítrekað ratað í fjölmiðla vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar sinnar. „Það er eitthvað sem vantar í kjarna hvers fíkils, sem honum finnst að þurfi að bæta upp fyrir. Ekkert getur nokkurn tímann bætt upp fyrir það. Og þess vegna deyfirðu sjálfan þig,“ sagði Biden. Þá hafi andlát bróður hans Beau, sem lést úr krabbameini árið 2015, einnig verið honum skelfilega þungbært. Biden lýsti því að eftir að Beau dó hefðu hugsanir hans leitað á „myrkan stað“. „Bróðir minn var nýdáinn, ég var skilinn við konuna mína, ég var aleinn í íbúð og var í raun að drekka mig í hel. Það var hryllilegt. Ég meina, sorg framkallar skrýtna hluti. Og þegar fíkn er komin í spilið er þetta mjög erfiður hlutur að yfirstíga.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Repúblikanar beindu spjótum sínum einkum að Hunter Biden til að ná höggi á föður hans í aðdraganda forsetakosninganna nú í nóvember. Aðkoma Bidens yngri að stjórn áðurnefnds fyrirtækis vakti tortryggni um svipað leyti og vantrauststillaga á hendur Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar í fyrra. Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í viðtalinu við BBC, sem tekið er í aðdraganda útgáfu nýrrar sjálfsævisögu hans, en sagðist þó hafa uppfyllt þau skilyrði sem krafist var til að gegna stöðunni. Móðir Bidens, Neilia, og Naomi, ársgömul systir hans, létust í bílslysi rétt fyrir jól 1972. Biden, sem var tveggja ára þegar slysið varð, lýsti því í viðtalinu að áfallið hefði verið gríðarlegt og líklega stuðlað að fíknivandanum sem hann hefur glímt við á fullorðinsárum. Sú glíma hefur að miklu leyti verið háð fyrir opnum tjöldum en Hunter Biden hefur ítrekað ratað í fjölmiðla vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar sinnar. „Það er eitthvað sem vantar í kjarna hvers fíkils, sem honum finnst að þurfi að bæta upp fyrir. Ekkert getur nokkurn tímann bætt upp fyrir það. Og þess vegna deyfirðu sjálfan þig,“ sagði Biden. Þá hafi andlát bróður hans Beau, sem lést úr krabbameini árið 2015, einnig verið honum skelfilega þungbært. Biden lýsti því að eftir að Beau dó hefðu hugsanir hans leitað á „myrkan stað“. „Bróðir minn var nýdáinn, ég var skilinn við konuna mína, ég var aleinn í íbúð og var í raun að drekka mig í hel. Það var hryllilegt. Ég meina, sorg framkallar skrýtna hluti. Og þegar fíkn er komin í spilið er þetta mjög erfiður hlutur að yfirstíga.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33