Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 14:29 Þessi mynd var tekin við Whitsunrif í Suður-Kínahafi í lok síðasta mánaðar. Þá voru rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við rifið. Bláu skipin tilheyra sérstakri sveit kínverska hersins. AP/Ríkisstjórn Filippseyja Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. Sveitin er notuð til að brjóta á fullveldi nágrannaríkja Kína, samkvæmt skýrslu sjóhers Bandaríkjanna frá því í desember, og rataði síðast í fréttirnar í síðasta mánuði. Þá birtust rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við Whitsunrif sem tilheyrir Spratlyeyjum og er innan lögsögu Filippseyja. CNN birti í morgun ítarlega frétt um sveitina, sem er af sumum kölluð „Litlu bláu mennirnir“ en nafnið byggir á liti bátanna og „litlu grænu mönnunum“ sem gerðu innrás á Krímskaga árið 2014 en seinna kom í ljós að þar var um rússneska hermenn að ræða. Kínverjar gera tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ólöglegt. Ríkið hefur byggt upp eyjar á svæðinu, byggt herstöðvar og komið fyrir vopnum. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hafsvæðisins en sjá má kort af kröfum Kína og annarra ríkjaí fréttinni hér að neðan. Einn sérfræðingur sagði í samtali við CNN að áhafnarmeðlimir þessara sveita veiddu ekki fisk. Þess í stað væru sjálfvirk vopn um borð í skipunum sem henni tilheyra, skrokkur skipanna væri styrktur sérstaklega og skipin eru mun hraðskreiðari en gengur og gerist meðal fiskiskipa heimsins. Þau ná um 18 til 22 sjómílna hraða. Skipin sem tilheyra þessari sveit eru meðal um 187 þúsund kínverskra fiskiskipa og í raun er ekki vitað hve mörg þau eru. Áhafnir þeirra geta þó leitt stóra flota fiskiskipa í takt við markmið ríkisstjórnar Kína og hvaða hafsvæði Kínverjar gera tilkall til. Þannig geta Kínverjar í raun náð tökum á tilteknum svæðum með því að vera þar og jafnvel lengi. Vera skipanna við umdeildar eyjur og rif veldur spennu milli ríkja og hægt væri að nota aðgerðir ríkja eins og Filippseyja gegn flotanum sem átyllu til frekari aðgerða að hálfu Kínverja. Um svokallaðan óhefðbundin hernað er að ræða. Níu kínversk fiskiskip eru enn við Whitsunrif. Yfirvöld í Filippseyjum kölluðu sendiherra Kína þar í landi á teppið í dag og kröfðust þess að þeim skipum sem eftir eru við rifið verði siglt á brott, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Kínverskir erindrekar hafa sagt skipaflotann verið í vari við rifið vegna óveðurs á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Filippseyja segir það ósatt. Kínverjar halda því fram að Filippseyingar séu að gera of mikið úr málinu. Bandaríkjamenn, bandamenn Filippseyja, hafa lýst því yfir að þeir standi við bakið á Filippseyjum í deilunni. Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Tengdar fréttir Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Sveitin er notuð til að brjóta á fullveldi nágrannaríkja Kína, samkvæmt skýrslu sjóhers Bandaríkjanna frá því í desember, og rataði síðast í fréttirnar í síðasta mánuði. Þá birtust rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við Whitsunrif sem tilheyrir Spratlyeyjum og er innan lögsögu Filippseyja. CNN birti í morgun ítarlega frétt um sveitina, sem er af sumum kölluð „Litlu bláu mennirnir“ en nafnið byggir á liti bátanna og „litlu grænu mönnunum“ sem gerðu innrás á Krímskaga árið 2014 en seinna kom í ljós að þar var um rússneska hermenn að ræða. Kínverjar gera tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ólöglegt. Ríkið hefur byggt upp eyjar á svæðinu, byggt herstöðvar og komið fyrir vopnum. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hafsvæðisins en sjá má kort af kröfum Kína og annarra ríkjaí fréttinni hér að neðan. Einn sérfræðingur sagði í samtali við CNN að áhafnarmeðlimir þessara sveita veiddu ekki fisk. Þess í stað væru sjálfvirk vopn um borð í skipunum sem henni tilheyra, skrokkur skipanna væri styrktur sérstaklega og skipin eru mun hraðskreiðari en gengur og gerist meðal fiskiskipa heimsins. Þau ná um 18 til 22 sjómílna hraða. Skipin sem tilheyra þessari sveit eru meðal um 187 þúsund kínverskra fiskiskipa og í raun er ekki vitað hve mörg þau eru. Áhafnir þeirra geta þó leitt stóra flota fiskiskipa í takt við markmið ríkisstjórnar Kína og hvaða hafsvæði Kínverjar gera tilkall til. Þannig geta Kínverjar í raun náð tökum á tilteknum svæðum með því að vera þar og jafnvel lengi. Vera skipanna við umdeildar eyjur og rif veldur spennu milli ríkja og hægt væri að nota aðgerðir ríkja eins og Filippseyja gegn flotanum sem átyllu til frekari aðgerða að hálfu Kínverja. Um svokallaðan óhefðbundin hernað er að ræða. Níu kínversk fiskiskip eru enn við Whitsunrif. Yfirvöld í Filippseyjum kölluðu sendiherra Kína þar í landi á teppið í dag og kröfðust þess að þeim skipum sem eftir eru við rifið verði siglt á brott, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Kínverskir erindrekar hafa sagt skipaflotann verið í vari við rifið vegna óveðurs á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Filippseyja segir það ósatt. Kínverjar halda því fram að Filippseyingar séu að gera of mikið úr málinu. Bandaríkjamenn, bandamenn Filippseyja, hafa lýst því yfir að þeir standi við bakið á Filippseyjum í deilunni.
Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Tengdar fréttir Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00
Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01