Vítamínsprauta fyrir framtíðina ekki fyrir börnin í Háteigsskóla? Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 15. apríl 2021 14:31 Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Grunnskólar Skipulag Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar