Vonar að hann verði á svörtum lista kínverskra stjórnvalda til frambúðar Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. apríl 2021 22:44 Jónas Haraldsson segir veru sína á svörtum lista kínverskra stjórnvalda ekki hafa mikil áhrif á sig. Vísir/Einar Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef skrifað mikið af greinum í gegnum árin. Meðal annars um Kínverja, kvartað undan sendiráðshúsinu og allt í kringum það – sóðaskapnum þar og vildi losna við hann. Sem tókst á endanum. Síðan um kínverska ferðamenn og aðallega seinna um kínversku veiruna; Covid-19. Ég var að halda því fram að þetta hefði orðið til hjá þeim fyrir sóðaskap í Wuhan á blautmörkuðunum, kæmi úr leðurblökunum og í matvöruna þar og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segist fyrst hafa frétt af málinu þegar hann fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var boðaður á fund. Hann hafi í fyrstu ekki haft hugmynd um hvað málið varðaði. „Þá fékk ég að vita að það að ég sé kominn á svartan lista og sé þar einn á blaði.“ Klippa: Viðtal við Jónas Haraldsson Hefur engin áhrif „Ég var alveg steinhissa, að ég væri svona merkilegur að þeir nenntu að standa í þessu, en ég tók þessu bara vel. Auðvitað er það alvaran í þessu að það er verið að skipta sér af málfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi, þetta erlenda stórríki. Það er það alvarlega, það kemur þeim ekkert við,“ segir Jónas. Hann segir veru sína á listanum ekki setja neinar áætlanir í uppnám, enda hafi hann ekki stefnt á ferðalög til Kína. Sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá kínverska sendiráðinu eða sendiherranum sjálfum en hann segir þessa aðferð vel þekkta. „Þetta er svona stöðluð aðferð sem er notuð erlendis, þar sem fólk er í viðskiptum við Kínverja, vinna þar eða eru háðir þeim með peninga og annað – bönkunum og þess háttar. En fyrir mig, ekki fer ég til Kína og ekki á ég neina peninga í Kína eða neitt,“ segir hann og bætir við að honum þyki þetta hálf klaufalegt. „Ef þeir vildu koma höggi á mig hefðu þeir getað staðið sig örugglega miklu betur.“ Úr því sem komið er vonar hann að hann fái að vera á listanum. „Fyrst ég er kominn á hann og hafði heilmikið fyrir því.“ Kína Utanríkismál Mannréttindi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
„Ég hef skrifað mikið af greinum í gegnum árin. Meðal annars um Kínverja, kvartað undan sendiráðshúsinu og allt í kringum það – sóðaskapnum þar og vildi losna við hann. Sem tókst á endanum. Síðan um kínverska ferðamenn og aðallega seinna um kínversku veiruna; Covid-19. Ég var að halda því fram að þetta hefði orðið til hjá þeim fyrir sóðaskap í Wuhan á blautmörkuðunum, kæmi úr leðurblökunum og í matvöruna þar og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segist fyrst hafa frétt af málinu þegar hann fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var boðaður á fund. Hann hafi í fyrstu ekki haft hugmynd um hvað málið varðaði. „Þá fékk ég að vita að það að ég sé kominn á svartan lista og sé þar einn á blaði.“ Klippa: Viðtal við Jónas Haraldsson Hefur engin áhrif „Ég var alveg steinhissa, að ég væri svona merkilegur að þeir nenntu að standa í þessu, en ég tók þessu bara vel. Auðvitað er það alvaran í þessu að það er verið að skipta sér af málfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi, þetta erlenda stórríki. Það er það alvarlega, það kemur þeim ekkert við,“ segir Jónas. Hann segir veru sína á listanum ekki setja neinar áætlanir í uppnám, enda hafi hann ekki stefnt á ferðalög til Kína. Sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá kínverska sendiráðinu eða sendiherranum sjálfum en hann segir þessa aðferð vel þekkta. „Þetta er svona stöðluð aðferð sem er notuð erlendis, þar sem fólk er í viðskiptum við Kínverja, vinna þar eða eru háðir þeim með peninga og annað – bönkunum og þess háttar. En fyrir mig, ekki fer ég til Kína og ekki á ég neina peninga í Kína eða neitt,“ segir hann og bætir við að honum þyki þetta hálf klaufalegt. „Ef þeir vildu koma höggi á mig hefðu þeir getað staðið sig örugglega miklu betur.“ Úr því sem komið er vonar hann að hann fái að vera á listanum. „Fyrst ég er kominn á hann og hafði heilmikið fyrir því.“
Kína Utanríkismál Mannréttindi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37