Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:46 Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Íslands í næsta mánuði. EPA-EFE/Graeme Jennings Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Blinken fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla og þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér fyrir lífríkið á jörðinni, bæði fyrir menn, dýr, gróður og lífríki hafsins. „Við verðum að stöðva þessa þróun á meðan það er ekki orðið of seint,“ sagði Blinken sem leggur áherslu á að umhverfismál séu mikilvægur liður í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir ríkisstjórn Joe Biden og Kamölu Harris. Blinken lýsti einnig áhyggjum sínum af því að Kínverjar hafi tekið hratt fram úr Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þegar kemur að þróun og tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti fundurinn á Íslandi? Athygli hefur vakið að auk Blinken er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig væntanlegur til landsins í tengslum við fundinn. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira
Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Blinken fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla og þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér fyrir lífríkið á jörðinni, bæði fyrir menn, dýr, gróður og lífríki hafsins. „Við verðum að stöðva þessa þróun á meðan það er ekki orðið of seint,“ sagði Blinken sem leggur áherslu á að umhverfismál séu mikilvægur liður í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir ríkisstjórn Joe Biden og Kamölu Harris. Blinken lýsti einnig áhyggjum sínum af því að Kínverjar hafi tekið hratt fram úr Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þegar kemur að þróun og tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti fundurinn á Íslandi? Athygli hefur vakið að auk Blinken er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig væntanlegur til landsins í tengslum við fundinn. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira