Forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 11:21 Idriss Deby vann nýverið sínar sjöttu kosningar til embættis forseta Tjad en hefur verið sakaður um slæma efnahagsstjórn og harðræði. EPA/ABIR SULTAN Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki. Talsmaður hers landsins las þó í útvarpi í morgun að forsetinn væri dáinn. Hann hefði fallið í átökum við uppreisnarmenn í morgun. Deby var 68 ára gamall. Deby vann nýverið kosningar í Tjad og var að hefja sjötta kjörtímabil sitt sem forseti landsins. Úrslit kosninganna voru opinberuð í gær. Hann hefur setið í embætti í rúma þrjá áratugi og hlaut hann rúmlega 79 prósent atkvæða í kosningunum, samkvæmt opinberum niðurstöðum. Framboð Deby lýsti því yfir í gær að hann myndi leggja leið sína til víglínunnar og taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, samkvæmt frétt Reuters-fréttaveitunnar. Uppreisnarmenn hafa lengi verið til staðar í norðurhluta landsins en Deby hefur glímt við auknar óvinsældir að undanförnu vegna efnahagsvandræða og ásakana um harðræði. Mikil óreiða hefur ríkt í Tjad undanfarnar vikur vegna átaka við uppreisnarmenn sem tilheyra uppreisnarhóp sem kallast Front pour l’Alternance et la Concorde au Tchad, eða FACT, og hafa erlend ríki kallað flesta erindreka sína frá landinu. FACT eru með höfuðstöðvar sínar í Líbýu og stýra sókninni að N'Djamena, höfuðborg Tjad. þaðan. AFP-fréttaveitan segir her Tjad hafa lýst því yfir að herforinginn Mahamat Idriss Deby Itno, sonur forsetans látna, muni taka við stjórn herráðs landsins og herráðið muni stjórna landinu. #UPDATE The Chadian army have confirmed that General Mahamat Idriss Deby Itno, a four-star general who is the son of slain president Idriss Deby Itno, will replace him at the head of a military council pic.twitter.com/f141GysF1l— AFP News Agency (@AFP) April 20, 2021 Tjad Andlát Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Talsmaður hers landsins las þó í útvarpi í morgun að forsetinn væri dáinn. Hann hefði fallið í átökum við uppreisnarmenn í morgun. Deby var 68 ára gamall. Deby vann nýverið kosningar í Tjad og var að hefja sjötta kjörtímabil sitt sem forseti landsins. Úrslit kosninganna voru opinberuð í gær. Hann hefur setið í embætti í rúma þrjá áratugi og hlaut hann rúmlega 79 prósent atkvæða í kosningunum, samkvæmt opinberum niðurstöðum. Framboð Deby lýsti því yfir í gær að hann myndi leggja leið sína til víglínunnar og taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, samkvæmt frétt Reuters-fréttaveitunnar. Uppreisnarmenn hafa lengi verið til staðar í norðurhluta landsins en Deby hefur glímt við auknar óvinsældir að undanförnu vegna efnahagsvandræða og ásakana um harðræði. Mikil óreiða hefur ríkt í Tjad undanfarnar vikur vegna átaka við uppreisnarmenn sem tilheyra uppreisnarhóp sem kallast Front pour l’Alternance et la Concorde au Tchad, eða FACT, og hafa erlend ríki kallað flesta erindreka sína frá landinu. FACT eru með höfuðstöðvar sínar í Líbýu og stýra sókninni að N'Djamena, höfuðborg Tjad. þaðan. AFP-fréttaveitan segir her Tjad hafa lýst því yfir að herforinginn Mahamat Idriss Deby Itno, sonur forsetans látna, muni taka við stjórn herráðs landsins og herráðið muni stjórna landinu. #UPDATE The Chadian army have confirmed that General Mahamat Idriss Deby Itno, a four-star general who is the son of slain president Idriss Deby Itno, will replace him at the head of a military council pic.twitter.com/f141GysF1l— AFP News Agency (@AFP) April 20, 2021
Tjad Andlát Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira