Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 15:05 Búlgarar eru reiðir yfir ummælum rússneskra embættismanna um að Búlgaría sé einhverskonar leppríki Evrópusambandsins. Getty/Artur Widak Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008. Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008.
Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira