Frumkvöðull í 100 ár Bjarni Bjarnason skrifar 30. apríl 2021 14:00 Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að vinna brautargengi. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld. Aldargömul Elliðaárstöð Í ár fögnum við að 100 ár eru liðin frá því konungur og drottning Íslands, þau Kristján og Alexandrína, ræstu fyrstu aflvélarnar í Elliðaárstöð. Það frumkvæði var mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Tólf árum áður hafði bæjarstjórnin í Reykjavík sýnt þá framsýni að sækja neysluvatn bæjarbúa langt út fyrir bæinn, alla leið upp í Gvendarbrunna. Það vatnsból er enn í notkun, nú 112 árum síðar. Að láta sér detta í hug að hita upp heila borg með jarðhita er þó trúlega það frumkvæði sem mest nýnæmi var að. Fram á allra síðustu ár var hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu stærsta jarðhitaveita á jarðarkúlunni og í 90 ára lífi hennar hefur þurft að leysa mörg vandamál af nýjum og áður óþekktum toga. Hugkvæmni á borð við teflon í djúpdælur og samnýtingu háhitasvæði til raforku- og varmavinnslu með afar hagkvæmum hætti eru framlag íslensks hitaveitufólks til grænni framtíðar okkar allra. Þessa dagana vinna sérfræðingar veitnanna meðal annars að því að innleiða nýjustu gervigreindar-, mæli- og stýritækni til að tryggja að við göngum sem allra best um náttúruna og drögum úr sóun sem best við getum. Hraði í hvert hús Við þurfum ekki að horfa langt um öxl til að finna frumkvæði og nýbreytni í veiturekstrinum. Frá aldamótum hafa Íslendingar verið meðal fremstu þjóða í gagnatengingu heimila og fyrirtækja. Ljósleiðari inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var markmið sem við settum okkur upp úr aldamótum og því markmiði er náð. Ljósleiðarinn hefur, með óvæntum hætti, sannað mikilvægi sitt og verið forsenda heimavinnu á Kórónutímum. Ísland í fyrsta sæti Á dögunum lagði MIT háskólinn í Bandaríkjunum mat á tæplega 80 lönd með tilliti til þess hversu græna framtíð þau eigi í vændum. Skemmst er frá því að segja að Ísland trónir á toppnum í The Green Future Index 2021, sem mætti ef til vill kalla grænt framtíðarskor á íslensku. Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, þar skipa orkumálin ríkan sess og sú einstaka staða að níu af hverjum tíu húsum í landinu skuli vera hituð með umhverfisvænum jarðhita en líka vatnsaflið, sem við nýtum ríkulega. Í úttekt MIT er vakin athygli á því að áratugum saman höfum við unnið að orkuskiptum í landinu með þeim árangri að endurnýjanleg orka sér okkur nú fyrir 85% af þörfum samfélagsins og þar erum við í fyrsta sæti. Nú er komið að orkuskiptum í samgöngum og þar erum við leiðandi meðal þjóða, næst á eftir Norðmönnum. Mikla athygli MIT fær vísindaframtak sem byrjaði smátt við Hellisheiðarvirkjun fyrir 15 árum; að fanga koltvíoxíð úr jarðhitagufunni og steinrenna því í hraununum kringum virkjunina. Carbfix Carbfix-verkefnið er að festa sig í sessi sem eitt merkasta frumkvæði Íslendinga í umhverfismálum. Það er nauðsyn að berjast við loftslagsvána frá báðum endum; að draga úr losun með öllum tiltækum ráðum en jafnframt að hreinsa úr andrúmsloftinu það koltvíoxíðs sem mannkynið hefur losað síðustu öldina eða svo. „Ísland er númer eitt í þessari röðun. Íslendingar eru í heimsforystu hvað varðar hreina orku, eru að þróa græna vetnisvinnslu á iðnaðarskala og fóstra nýsköpun í kringum föngun og förgun kolefnis,“ er umsögn MIT um Ísland. Frumkvæði til framtíðar Rétt eins og aðrir frumkvöðlar vinnur starfsfólk Carbfix nú að því baki brotnu koma aðferðinni í notkun utan Orkuveitunnar. Aðferðin hefur þegar sannað mikilvægi sitt rækilega til að draga úr losun háhitavirkjana á koldíoxíði en ekki síður brennisteinsvetni. Í samstarfi við fyrirtækið Climeworks, sem býr yfir tækni til að fanga gróðurhúsaloft beint úr andrúmsloftinu, er nú allstórt iðjuver að rísa við Hellisheiðarvirkjun. Á næstunni getum við vænst frétta af hugmyndum um að flytja til landsins koltvíoxíð, hugsanlega í stórum stíl, til að breyta í grjót djúpt í íslenskum basalthraunum. Ef vel tekst til gæti það orðið vísir að nýrri atvinnugrein á Íslandi. Að þessu er unnið af kappi en líka forsjá og það verður spennandi að sjá hvort frumkvæðið standist samanburð við annað framtak veitu- og orkufólks síðustu öldina. Ársfundur OR Orkuveita Reykjavíkur hefur nú haldið hinn reglubundna opna ársfund fyrirtækisins. Á slíkum fundum er til siðs að líta yfir liðið ár, sérstaklega hið fjárhagslega uppgjör. Það fékk hins vegar lítið rými á fundinum og ástæðan er einfaldlega sú að þaðan er fátt að frétta. Rekstraráætlanir gengu eftir, stöðugleiki er í tekjum og traust tök á útgjöldum. Núna er liðinn sléttur áratugur frá því að Planinu var ýtt úr vör, áætlun til endurreisa fjárhag Orkuveitunnar. Með samstilltu átaki eigenda fyrirtækisins, stjórnar, stjórnenda og starfsfólks alls gekk Planið eftir og Orkuveita Reykjavíkur stendur á traustum fjárhagsfótum. Það er forsenda þess að við getum nú tekið fullan þátt í framtíðinni og sýnt frumkvæði sem skiptir samfélagið máli næstu hundrað árin eins og þau síðustu. Höfundur er forstjóri OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að vinna brautargengi. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld. Aldargömul Elliðaárstöð Í ár fögnum við að 100 ár eru liðin frá því konungur og drottning Íslands, þau Kristján og Alexandrína, ræstu fyrstu aflvélarnar í Elliðaárstöð. Það frumkvæði var mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Tólf árum áður hafði bæjarstjórnin í Reykjavík sýnt þá framsýni að sækja neysluvatn bæjarbúa langt út fyrir bæinn, alla leið upp í Gvendarbrunna. Það vatnsból er enn í notkun, nú 112 árum síðar. Að láta sér detta í hug að hita upp heila borg með jarðhita er þó trúlega það frumkvæði sem mest nýnæmi var að. Fram á allra síðustu ár var hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu stærsta jarðhitaveita á jarðarkúlunni og í 90 ára lífi hennar hefur þurft að leysa mörg vandamál af nýjum og áður óþekktum toga. Hugkvæmni á borð við teflon í djúpdælur og samnýtingu háhitasvæði til raforku- og varmavinnslu með afar hagkvæmum hætti eru framlag íslensks hitaveitufólks til grænni framtíðar okkar allra. Þessa dagana vinna sérfræðingar veitnanna meðal annars að því að innleiða nýjustu gervigreindar-, mæli- og stýritækni til að tryggja að við göngum sem allra best um náttúruna og drögum úr sóun sem best við getum. Hraði í hvert hús Við þurfum ekki að horfa langt um öxl til að finna frumkvæði og nýbreytni í veiturekstrinum. Frá aldamótum hafa Íslendingar verið meðal fremstu þjóða í gagnatengingu heimila og fyrirtækja. Ljósleiðari inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var markmið sem við settum okkur upp úr aldamótum og því markmiði er náð. Ljósleiðarinn hefur, með óvæntum hætti, sannað mikilvægi sitt og verið forsenda heimavinnu á Kórónutímum. Ísland í fyrsta sæti Á dögunum lagði MIT háskólinn í Bandaríkjunum mat á tæplega 80 lönd með tilliti til þess hversu græna framtíð þau eigi í vændum. Skemmst er frá því að segja að Ísland trónir á toppnum í The Green Future Index 2021, sem mætti ef til vill kalla grænt framtíðarskor á íslensku. Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, þar skipa orkumálin ríkan sess og sú einstaka staða að níu af hverjum tíu húsum í landinu skuli vera hituð með umhverfisvænum jarðhita en líka vatnsaflið, sem við nýtum ríkulega. Í úttekt MIT er vakin athygli á því að áratugum saman höfum við unnið að orkuskiptum í landinu með þeim árangri að endurnýjanleg orka sér okkur nú fyrir 85% af þörfum samfélagsins og þar erum við í fyrsta sæti. Nú er komið að orkuskiptum í samgöngum og þar erum við leiðandi meðal þjóða, næst á eftir Norðmönnum. Mikla athygli MIT fær vísindaframtak sem byrjaði smátt við Hellisheiðarvirkjun fyrir 15 árum; að fanga koltvíoxíð úr jarðhitagufunni og steinrenna því í hraununum kringum virkjunina. Carbfix Carbfix-verkefnið er að festa sig í sessi sem eitt merkasta frumkvæði Íslendinga í umhverfismálum. Það er nauðsyn að berjast við loftslagsvána frá báðum endum; að draga úr losun með öllum tiltækum ráðum en jafnframt að hreinsa úr andrúmsloftinu það koltvíoxíðs sem mannkynið hefur losað síðustu öldina eða svo. „Ísland er númer eitt í þessari röðun. Íslendingar eru í heimsforystu hvað varðar hreina orku, eru að þróa græna vetnisvinnslu á iðnaðarskala og fóstra nýsköpun í kringum föngun og förgun kolefnis,“ er umsögn MIT um Ísland. Frumkvæði til framtíðar Rétt eins og aðrir frumkvöðlar vinnur starfsfólk Carbfix nú að því baki brotnu koma aðferðinni í notkun utan Orkuveitunnar. Aðferðin hefur þegar sannað mikilvægi sitt rækilega til að draga úr losun háhitavirkjana á koldíoxíði en ekki síður brennisteinsvetni. Í samstarfi við fyrirtækið Climeworks, sem býr yfir tækni til að fanga gróðurhúsaloft beint úr andrúmsloftinu, er nú allstórt iðjuver að rísa við Hellisheiðarvirkjun. Á næstunni getum við vænst frétta af hugmyndum um að flytja til landsins koltvíoxíð, hugsanlega í stórum stíl, til að breyta í grjót djúpt í íslenskum basalthraunum. Ef vel tekst til gæti það orðið vísir að nýrri atvinnugrein á Íslandi. Að þessu er unnið af kappi en líka forsjá og það verður spennandi að sjá hvort frumkvæðið standist samanburð við annað framtak veitu- og orkufólks síðustu öldina. Ársfundur OR Orkuveita Reykjavíkur hefur nú haldið hinn reglubundna opna ársfund fyrirtækisins. Á slíkum fundum er til siðs að líta yfir liðið ár, sérstaklega hið fjárhagslega uppgjör. Það fékk hins vegar lítið rými á fundinum og ástæðan er einfaldlega sú að þaðan er fátt að frétta. Rekstraráætlanir gengu eftir, stöðugleiki er í tekjum og traust tök á útgjöldum. Núna er liðinn sléttur áratugur frá því að Planinu var ýtt úr vör, áætlun til endurreisa fjárhag Orkuveitunnar. Með samstilltu átaki eigenda fyrirtækisins, stjórnar, stjórnenda og starfsfólks alls gekk Planið eftir og Orkuveita Reykjavíkur stendur á traustum fjárhagsfótum. Það er forsenda þess að við getum nú tekið fullan þátt í framtíðinni og sýnt frumkvæði sem skiptir samfélagið máli næstu hundrað árin eins og þau síðustu. Höfundur er forstjóri OR.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun