Yfirvöld náðu tökum á faraldrinum með notkun Merck ebólu-bóluefnisins sem var gefið meira en 1.600 einstaklingum sem tengdust hinum smituðu.
Það afbrigði veirunnar sem var í dreifingu er náskylt þeim afbrigðum sem voru úti í samfélaginu í ebólufaraldrinum 2018 til 2020. Meira en 2.200 létust í þeim faraldri sem var annar mannskæðasti ebólufaraldurinn í sögunni.
Fyrsta tilfelli þessa ebólufaraldurs greindist þann 3. febrúar síðastliðinn í borginni Butembo þegar kona lést af völdum veirunnar. Eiginmaður konunnar hafði smitast af veirunni í faraldrinum sem lauk á síðasta ári.
Ebóla veldur háum hita, blæðingum, uppköstum og niðurgangi og smitast milli fólks með líkamsvessum.