Stefnumörkun um málefni Norðurslóða Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 7. maí 2021 10:30 Nú þegar Ísland skilar af sér formennsku í Norðurskautsráðinu — mikilvægasta vettvangi samstarfs og samráðs um málefni Norðurslóða, markar Alþingi stefnu í málefnum svæðisins. Sú stefna kveður á um að Íslandi muni sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkjanna í austri og vestri taka virkan þátt og styðja við þá alþjóðlegu samvinnu um málefni norðurslóða sem hefur fest sig farsællega í sessi. Niðurstaða þverpólitísks starfshóps Sú stefnumörkun sem utanríkisráðherra hefur lagt fram og verður vonandi samþykkt á Alþingi á næstu vikum, byggir á niðurstöðum þverpólitísks starfshóps, sem ég átti sæti í. Hópnum var ætlað að móta stefnu í málefnum norðurslóða út frá víðu sjónarhorni, svo sem vistfræðilegu, efnahagslegu, pólitísku og út frá öryggi. 19 áhersluþættir í Norðurslóðastefnunni Lagt var til að norðurslóðastefna Íslands miði að eftirfarandi nítján áhersluþáttum sem snúa að umhverfismálum og sjálfbærni, öryggismálum, leit og björgun, efnahagstækifærum og innviðauppbyggingu, vísindum og nýsköpun og atvinnuuppbyggingu en allar miða þær að því að gæta hagsmuna Íslands og tryggja velferð íbúa Norðurslóða. Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni norðurslóða á grundvelli gilda sem höfð hafa verið að leiðarljósi í íslenskri utanríkisstefnu - m.a. um frið, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Ísland styðji áfram við Norðurskautsráðið og efli það sem mikilvægasta vettvang til samráðs og samstarfs um málefni svæðisins. Lögð verði áhersla á friðsamlega lausn deilumála sem upp kunna að koma á norðurslóðum og virða ber alþjóðalög, þar á meðal hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Sjálfbær þróun verði leiðarljós samstarfsins og tekið sé mið af Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lögð verði áhersla á viðspyrnu gegn loftslagsbreytingum og viðbrögðum við neikvæðum áhrifum þeirra á norðurslóðum. Umhverfisvernd verði í öndvegi á Norðurslóðum, verndun lífríkis og líffræðileg fjölbreytni. Staðinn vörður um heilbrigði hafsins og unnið gegn ógnum sem felast í súrnun sjávar og hvers konar mengun í hafi. Lögð áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á norðurslóðum og brennslu svartolíu til siglinga. Aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum aukið og ráðist í aðgerðir til orkuskipta. Sjónum beint að velferð íbúa norðurslóða, möguleikum þeirra til lífsafkomu og aðgengi að stafrænum fjarskiptum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stutt við réttindi frumbyggja og jafnrétti í hvívetna, sem og viðleitni til verndunar menningararfs og tungu þjóða norðurslóða. Leiðarljós við nýtingu efnahagstækifæra á norðurslóðum verði sjálfbærni og ábyrg umgengni við auðlindir. Ísland efli viðskipti og samstarf á sviði atvinnulífs, mennta og þjónustu innan norðurslóða, ekki síst við Grænland og Færeyjar. Vöktun og öryggi í samgöngum á hafi og í lofti, verði efld, meðal annars með betri fjarskiptum og útbreiðslu gervihnattakerfa eins og við gervihnattaleiðsögu. Styrkja leitar og björgunargetu, auk viðbragðs við mengunarslysum með uppbyggingu innlends björgunarklasa og alþjóðlegt samstarfs. Öryggishagsmuna á norðurslóðum verði gætt á borgaralegum forsendum og á grundvelli þjóðaröryggisstefnu Íslands. Þar verði þróun öryggismála vöktuð í samráði við Norðurlönd og önnur bandalagsríki Íslands í NATO. Mælt gegn hervæðingu Norðurslóða og stuðlað að friði og stöðugleika svæðisins. Vaxandi áhugi aðila utan svæðisins á málefnum norðurslóða verði tekið fagnandi, virði þeir alþjóðalög og stöðu norðurskautsríkjanna átta, og fari fram með friðsamlegum og sjálfbærum hætti. Staða og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis styrkt með aukinni innlendri vísindaþekkingu, menntun og sérhæfingu í málefnum norðurslóða. Stutt verði við alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum og miðlun á niðurstöðum vísindarannsókna. Innlent rannsóknastarf eflt meðal annars með mótun rannsóknaáætlunar um norðurslóðir. Byggt verði á árangri „Hringborðs norðurslóða“ og skapa því umgjörð til framtíðar með því að koma á fót sjálfseignarstofnun um Norðurslóðamál. Akureyri verði efld enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Það verði gert með stuðningi við mennta- og rannsóknastofnanir og þekkingarsetur, auknu innlendu samráði og samstarfi um málefni norðurslóða. Þungi í þjóðmálaumræðu komandi tíma Ofangreint undirstrikar mikilvægi norðurslóða í hagsmunum Íslands en ekki síður mikilvægi svæðisins í alþjóðlegri umræðu vegna örra umhverfisbreytinga af völdum hlýnunar loftslags. Málefni norðurslóða vega þannig stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðu okkar og verða líkleg þungamiðja stjórnmála hér á komandi tímum. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Alþingi Norðurslóðir Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Ísland skilar af sér formennsku í Norðurskautsráðinu — mikilvægasta vettvangi samstarfs og samráðs um málefni Norðurslóða, markar Alþingi stefnu í málefnum svæðisins. Sú stefna kveður á um að Íslandi muni sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkjanna í austri og vestri taka virkan þátt og styðja við þá alþjóðlegu samvinnu um málefni norðurslóða sem hefur fest sig farsællega í sessi. Niðurstaða þverpólitísks starfshóps Sú stefnumörkun sem utanríkisráðherra hefur lagt fram og verður vonandi samþykkt á Alþingi á næstu vikum, byggir á niðurstöðum þverpólitísks starfshóps, sem ég átti sæti í. Hópnum var ætlað að móta stefnu í málefnum norðurslóða út frá víðu sjónarhorni, svo sem vistfræðilegu, efnahagslegu, pólitísku og út frá öryggi. 19 áhersluþættir í Norðurslóðastefnunni Lagt var til að norðurslóðastefna Íslands miði að eftirfarandi nítján áhersluþáttum sem snúa að umhverfismálum og sjálfbærni, öryggismálum, leit og björgun, efnahagstækifærum og innviðauppbyggingu, vísindum og nýsköpun og atvinnuuppbyggingu en allar miða þær að því að gæta hagsmuna Íslands og tryggja velferð íbúa Norðurslóða. Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni norðurslóða á grundvelli gilda sem höfð hafa verið að leiðarljósi í íslenskri utanríkisstefnu - m.a. um frið, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Ísland styðji áfram við Norðurskautsráðið og efli það sem mikilvægasta vettvang til samráðs og samstarfs um málefni svæðisins. Lögð verði áhersla á friðsamlega lausn deilumála sem upp kunna að koma á norðurslóðum og virða ber alþjóðalög, þar á meðal hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Sjálfbær þróun verði leiðarljós samstarfsins og tekið sé mið af Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lögð verði áhersla á viðspyrnu gegn loftslagsbreytingum og viðbrögðum við neikvæðum áhrifum þeirra á norðurslóðum. Umhverfisvernd verði í öndvegi á Norðurslóðum, verndun lífríkis og líffræðileg fjölbreytni. Staðinn vörður um heilbrigði hafsins og unnið gegn ógnum sem felast í súrnun sjávar og hvers konar mengun í hafi. Lögð áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á norðurslóðum og brennslu svartolíu til siglinga. Aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum aukið og ráðist í aðgerðir til orkuskipta. Sjónum beint að velferð íbúa norðurslóða, möguleikum þeirra til lífsafkomu og aðgengi að stafrænum fjarskiptum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stutt við réttindi frumbyggja og jafnrétti í hvívetna, sem og viðleitni til verndunar menningararfs og tungu þjóða norðurslóða. Leiðarljós við nýtingu efnahagstækifæra á norðurslóðum verði sjálfbærni og ábyrg umgengni við auðlindir. Ísland efli viðskipti og samstarf á sviði atvinnulífs, mennta og þjónustu innan norðurslóða, ekki síst við Grænland og Færeyjar. Vöktun og öryggi í samgöngum á hafi og í lofti, verði efld, meðal annars með betri fjarskiptum og útbreiðslu gervihnattakerfa eins og við gervihnattaleiðsögu. Styrkja leitar og björgunargetu, auk viðbragðs við mengunarslysum með uppbyggingu innlends björgunarklasa og alþjóðlegt samstarfs. Öryggishagsmuna á norðurslóðum verði gætt á borgaralegum forsendum og á grundvelli þjóðaröryggisstefnu Íslands. Þar verði þróun öryggismála vöktuð í samráði við Norðurlönd og önnur bandalagsríki Íslands í NATO. Mælt gegn hervæðingu Norðurslóða og stuðlað að friði og stöðugleika svæðisins. Vaxandi áhugi aðila utan svæðisins á málefnum norðurslóða verði tekið fagnandi, virði þeir alþjóðalög og stöðu norðurskautsríkjanna átta, og fari fram með friðsamlegum og sjálfbærum hætti. Staða og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis styrkt með aukinni innlendri vísindaþekkingu, menntun og sérhæfingu í málefnum norðurslóða. Stutt verði við alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum og miðlun á niðurstöðum vísindarannsókna. Innlent rannsóknastarf eflt meðal annars með mótun rannsóknaáætlunar um norðurslóðir. Byggt verði á árangri „Hringborðs norðurslóða“ og skapa því umgjörð til framtíðar með því að koma á fót sjálfseignarstofnun um Norðurslóðamál. Akureyri verði efld enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Það verði gert með stuðningi við mennta- og rannsóknastofnanir og þekkingarsetur, auknu innlendu samráði og samstarfi um málefni norðurslóða. Þungi í þjóðmálaumræðu komandi tíma Ofangreint undirstrikar mikilvægi norðurslóða í hagsmunum Íslands en ekki síður mikilvægi svæðisins í alþjóðlegri umræðu vegna örra umhverfisbreytinga af völdum hlýnunar loftslags. Málefni norðurslóða vega þannig stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðu okkar og verða líkleg þungamiðja stjórnmála hér á komandi tímum. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun