Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 10:52 Lögmenn Navalní með gögnin sem saksóknari lagði fram fyrir utan dómshús í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18