Skora á SÍS að „hysja upp um sig buxurnar“ og stytta vinnuvikuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 23:20 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasamband Íslands (SGS) segir að Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og sveitarfélög vítt og breytt um landið hafi ekki sinnt því að innleiða styttingu vinnuvikunnar sem samið var um í kjarasamningum í fyrra. Sambandið segir sveitarfélögin fá „algera falleinkunn“. Formannafundur SGS var haldinn í dag og sendi sambandið frá sér tilkynningu eftir hann þar sem miklum áhyggjum var lýst yfir með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar. „Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur,“ segir í tilkynningunni. „Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.“ Úr 40 í 36 Skrifað var undir kjarasamningana í byrjun árs 2020. Þar var kveðið á um styttingu vinnuvikunnar, sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir í áratugi. Vinnuvikan hefur verið 40 stundir í nærri hálfa öld en samningarnir kveða á um 36 klukkustunda vinnuviku. Innleiðing breytinganna í dagvinnu tóku gildi 1. janúar í ár og á hún nú að vera komin til framkvæmda. Samkvæmt SGS hefur þessu þó ekki verið fylgt eftir af sveitarfélögunum. „Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið.“ Tilkynningin í heild sinni: Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar. Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið. Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkefninu og fá algera falleinkun. Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning. Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Kjaramál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Formannafundur SGS var haldinn í dag og sendi sambandið frá sér tilkynningu eftir hann þar sem miklum áhyggjum var lýst yfir með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar. „Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur,“ segir í tilkynningunni. „Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.“ Úr 40 í 36 Skrifað var undir kjarasamningana í byrjun árs 2020. Þar var kveðið á um styttingu vinnuvikunnar, sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir í áratugi. Vinnuvikan hefur verið 40 stundir í nærri hálfa öld en samningarnir kveða á um 36 klukkustunda vinnuviku. Innleiðing breytinganna í dagvinnu tóku gildi 1. janúar í ár og á hún nú að vera komin til framkvæmda. Samkvæmt SGS hefur þessu þó ekki verið fylgt eftir af sveitarfélögunum. „Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið.“ Tilkynningin í heild sinni: Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar. Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið. Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkefninu og fá algera falleinkun. Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.
Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar. Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið. Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkefninu og fá algera falleinkun. Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.
Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Kjaramál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01