Keyrt um þverbak! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 31. maí 2021 17:00 Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun