Attenborough fundar með leiðtogum G7 í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:56 David Attenborough mun funda með leiðtogum G7 ríkjanna í dag. Getty/Jeremy Selwyn Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag. Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera. Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum. Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. Loftslagsmál Bretland Tengdar fréttir „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera. Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum. Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle.
Loftslagsmál Bretland Tengdar fréttir „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
„Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15
Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03