Bóluefnið sem brást Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 23:44 Táknræn ruslatunna fyrir utan húsnæði CureVac í Tübingen. Bóluefnið lofaði góðu, en svo kom smá seinkun, svo enn frekari seinkun og nú niðurstöður úr þriðja stigi tilrauna með efnið. Þær eru það slæmar að ólíklegt þykir að það komist á markað yfirleitt. Bernd Weissbrod/picture alliance - Getty Images Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15