Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 09:41 Þyrlu var flogið yfir eyjuna í Kaspíhafi í morgun leit hún þá svona út. Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021 Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021
Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02