Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2021 18:04 Lögregluþjónar leita þeirra árásarmanna sem enn eru sagðir ganga lausir. AP/Joseph Odelyn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. Samkvæmt beiðninni áttu hermennirnir að hjálpa við að tryggja öryggi og vernda helstu stofnanir Haítí. „Hvað eigum við að gera? Eigum við að láta ríkið falla í óreiðu?“ hefur AP fréttaveitan eftir Marhias Pierre, kosningaráðherra Haítí um beiðnirnar. „Við erum ekki að biðja um að landið verði hernumið. Við erum að biðja aðstoð og hjálp. Svo lengi sem við erum veikbyggða, held ég að við þurfum á nágrönnum okkar að halda.“ „Við þurfum augljóslega aðstoð og við höfum beðið alþjóðlega félagar okkar um hjálp,“ sagði Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra, við AP. Hann sagði að hermenn gætu aðstoðað lögreglu Haítí við að tryggja öryggi í ríkinu. Ekkert formlegt svar hefur borist frá Bandaríkjunum enn en fjölmiðlar vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnar Joes Biden að það standi ekki til. Þá stendur til að senda rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Haítí til að aðstoða við rannsókn á morðinu. Þá segir í frétt New York Times að í Bandaríkjunum sé verið að rannsaka hvort öryggissveitir Haítí séu viðloðnar dauða Moise. Mikil óvissa ríkir varðandi hver eigi í raun að fara með völd á Haítí. Forsetinn hafði rekið fjölmarga þingmenn og Hæstaréttardómara á kjörtímabili sínu og forseti Hæstaréttar, sem hefði samkvæmt stjórnarskrá átt að taka við forsetaembættinu, dó nýverið vegna Covid-19. Kosningar áttu að fara fram í fyrra en þeim var frestað og daginn áður en hann var myrtur hafði Moise skipað Ariel Henry, sem nýjan forsætisráðherra. Joseph, sem er í raun utanríkisráðherra, hafði verið starfandi forsætisráðherra í tvo og hálfan mánuð þegar Moise var myrtur. Henry hefur sagt að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Þá lýsti hópur þingmanna því yfir í gær að þeir teldu Joseph Lambert, forseta öldungadeildarþings Haíti, sem Moise hafði lagt niður, vera réttmætan forseta og að Henry væri réttmætur forsætisráðherra. Joseph fer þó með stjórnartaumana á Haítí. Í samtali við AP segir Joseph að honum þyki miður að aðrir séu að reyna að nota morð Moise í pólitískum tilgangi. „Ég hef engan áhuga á valdabaráttu,“ sagði Joseph, sem nýtur stuðnings lögreglu og hers Haítí. „Það er bara ein leið til að verða forseti á Haítí og það er með því að vinna kosningar.“ Ráðamenn á Haítí segja hóp 28 manna hafa ráðist á forsetahöllina aðfaranótt miðvikudags. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, upprunalega frá Haítí, og 26 þeirra eru sagðir vera frá Kólumbíu. Búið er að handtaka sautján menn frá Kólumbíu og Bandaríkjamennina tvo. Einhverjir árásarmannanna hafa verið felldir en lögreglan segir átta ganga enn lausa. Enn liggur ekki fyrir hver höfuðpaur eða höfuðpaurar árásarinnar er eða eru. Haítí Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. 7. júlí 2021 15:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Samkvæmt beiðninni áttu hermennirnir að hjálpa við að tryggja öryggi og vernda helstu stofnanir Haítí. „Hvað eigum við að gera? Eigum við að láta ríkið falla í óreiðu?“ hefur AP fréttaveitan eftir Marhias Pierre, kosningaráðherra Haítí um beiðnirnar. „Við erum ekki að biðja um að landið verði hernumið. Við erum að biðja aðstoð og hjálp. Svo lengi sem við erum veikbyggða, held ég að við þurfum á nágrönnum okkar að halda.“ „Við þurfum augljóslega aðstoð og við höfum beðið alþjóðlega félagar okkar um hjálp,“ sagði Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra, við AP. Hann sagði að hermenn gætu aðstoðað lögreglu Haítí við að tryggja öryggi í ríkinu. Ekkert formlegt svar hefur borist frá Bandaríkjunum enn en fjölmiðlar vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnar Joes Biden að það standi ekki til. Þá stendur til að senda rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Haítí til að aðstoða við rannsókn á morðinu. Þá segir í frétt New York Times að í Bandaríkjunum sé verið að rannsaka hvort öryggissveitir Haítí séu viðloðnar dauða Moise. Mikil óvissa ríkir varðandi hver eigi í raun að fara með völd á Haítí. Forsetinn hafði rekið fjölmarga þingmenn og Hæstaréttardómara á kjörtímabili sínu og forseti Hæstaréttar, sem hefði samkvæmt stjórnarskrá átt að taka við forsetaembættinu, dó nýverið vegna Covid-19. Kosningar áttu að fara fram í fyrra en þeim var frestað og daginn áður en hann var myrtur hafði Moise skipað Ariel Henry, sem nýjan forsætisráðherra. Joseph, sem er í raun utanríkisráðherra, hafði verið starfandi forsætisráðherra í tvo og hálfan mánuð þegar Moise var myrtur. Henry hefur sagt að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Þá lýsti hópur þingmanna því yfir í gær að þeir teldu Joseph Lambert, forseta öldungadeildarþings Haíti, sem Moise hafði lagt niður, vera réttmætan forseta og að Henry væri réttmætur forsætisráðherra. Joseph fer þó með stjórnartaumana á Haítí. Í samtali við AP segir Joseph að honum þyki miður að aðrir séu að reyna að nota morð Moise í pólitískum tilgangi. „Ég hef engan áhuga á valdabaráttu,“ sagði Joseph, sem nýtur stuðnings lögreglu og hers Haítí. „Það er bara ein leið til að verða forseti á Haítí og það er með því að vinna kosningar.“ Ráðamenn á Haítí segja hóp 28 manna hafa ráðist á forsetahöllina aðfaranótt miðvikudags. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, upprunalega frá Haítí, og 26 þeirra eru sagðir vera frá Kólumbíu. Búið er að handtaka sautján menn frá Kólumbíu og Bandaríkjamennina tvo. Einhverjir árásarmannanna hafa verið felldir en lögreglan segir átta ganga enn lausa. Enn liggur ekki fyrir hver höfuðpaur eða höfuðpaurar árásarinnar er eða eru.
Haítí Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. 7. júlí 2021 15:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49
Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16
Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56
Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. 7. júlí 2021 15:31