Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 10:23 Slökkviliðsmenn að störfum í Washington. AP/Pete Caster Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur. Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021 Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021
Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira