Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2021 19:25 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira