Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar