Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 18:56 Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína í langþráð frí til Tenerife í sumar. Vísir/getty Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30
Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31