Innflytjandinn ákveðið að fjarlægja allt markaðsefni með Gylfa Þór Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. júlí 2021 13:27 Svona leit drykkjargangurinn í Hagkaup Skeifunni út í morgun en nú er búið að fjarlægja þennan bás. Vísir Innflytjandi orkudrykkjarins State Energy hefur ákveðið að taka niður allt auglýsingaefni með Gylfa Þór Sigurðssyni, fótboltamanni Everton og landsliðsmanni, sem mátti finna í Hagkaup og fleiri verslunum. Gylfi er eitt af andlitum fyrirtækisins en hann var handtekinn á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Þórarinn Þórhallsson, talsmaður State Energy á Íslandi, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni eftir fréttaflutninginn í dag. Hyggst fyrirtækið fylgjast með því hvernig málinu fram vindur. „Við erum slegin yfir þessu eins og öll þjóðin. Móðurfyrirtækið í Danmörku gerði samninginn við Gylfa en við hér á Íslandi ákváðum að taka efnið niður,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Búið að taka niður myndirnar í Hagkaup Fyrr í dag staðfesti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, að markaðsefni með myndum af Gylfa yrði fjarlægt úr verslunum Hagkaups. Þetta er eini staðurinn í Hagkaup Skeifunni sem hægt er að finna State Energy drykkina, og hvergi er mynd af Gylfa.Vísir/Hallgerður „Við ræddum við birginn í morgun um næstu skref í ljósi stöðunnar og það er innflytjandinn sem ákveður að skipta út öllu efni og að þetta yrði tekið niður og það kemur inn nýtt markaðsefni í framhaldinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki. Margir af frægustu íþróttamönnum Danmerkur hafa gert samning við fyrirtækið. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðar sleppt gegn tryggingu. Líkt og áður segir er þar um að ræða Gylfa Þór, samkvæmt heimildum fréttastofu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór. Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði í gær eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Breskir miðlar hafa ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá State Energy á Íslandi. Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43 Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Gylfi er eitt af andlitum fyrirtækisins en hann var handtekinn á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Þórarinn Þórhallsson, talsmaður State Energy á Íslandi, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni eftir fréttaflutninginn í dag. Hyggst fyrirtækið fylgjast með því hvernig málinu fram vindur. „Við erum slegin yfir þessu eins og öll þjóðin. Móðurfyrirtækið í Danmörku gerði samninginn við Gylfa en við hér á Íslandi ákváðum að taka efnið niður,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Búið að taka niður myndirnar í Hagkaup Fyrr í dag staðfesti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, að markaðsefni með myndum af Gylfa yrði fjarlægt úr verslunum Hagkaups. Þetta er eini staðurinn í Hagkaup Skeifunni sem hægt er að finna State Energy drykkina, og hvergi er mynd af Gylfa.Vísir/Hallgerður „Við ræddum við birginn í morgun um næstu skref í ljósi stöðunnar og það er innflytjandinn sem ákveður að skipta út öllu efni og að þetta yrði tekið niður og það kemur inn nýtt markaðsefni í framhaldinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki. Margir af frægustu íþróttamönnum Danmerkur hafa gert samning við fyrirtækið. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðar sleppt gegn tryggingu. Líkt og áður segir er þar um að ræða Gylfa Þór, samkvæmt heimildum fréttastofu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór. Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði í gær eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Breskir miðlar hafa ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá State Energy á Íslandi.
Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43 Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43
Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51
Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51