Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 15:55 Brittany Commisso er fyrst þeirra kvenna sem hefur sakað Cuomo um kynferðisáreitni til að stíga fram og greina frá upplifun sinni. skjáskot Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. „Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
„Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23