Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 08:30 Maldíveyjar eru láglendasta ríki heims. Hækkun sjávarborðs um 1-2 metra á þessari öld tefldi framtíð eyjanna í hættu. Vísir/Getty Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. „Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
„Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum.
Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55