Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 15:53 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í september. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira