Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 21:43 Miklir gróðureldar hafa geisað víða um Evrópu í sumar. AP Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu. Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu.
Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent