Bréf til minnar kynslóðar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:00 Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun