Gylfi Þór verður áfram laus gegn tryggingu Árni Sæberg skrifar 14. ágúst 2021 21:05 Gylfi Þór Sigurðsson verður laus gegn tryggingu til 16. október. EPA-EFE/Peter Powel Gylfi Þór Sigurðsson hefur gengið laus gegn tryggingu allt frá því að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Ákveðið hefur verið að sama fyrirkomulag muni gilda til 16. október. Gylfi Þór var handtekinn föstudaginn 16. júlí síðastliðinn vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Samkvæmt frétt Sky um málið var hann látinn laus gegn tryggingu skömmu eftir handtöku. Sky nafngreinir Gylfa Þór ekki enda segjast breskir fjölmiðlar ekki geta nafngreint grunaða menn af lagalegum ástæðum. Everton, lið Gylfa Þórs, hefur gefið út að hann muni ekki spila fyrir félagið á meðan á rannsókn lögreglu stendur. Gylfi mun því að öllum líkindum ekki spila í ensku úrvalsdeildinni fyrr en 16. október hið fyrsta. Þá hefur Everton gefið út að félagið muni aðstoða lögreglu við rannsókn málsins en ekki tjá sig frekar um málið. Fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig Ríkissaksóknari Bretlands hefur varað fólk við því að tjá sig um dómsmál á netinu og segir að það geti leitt til þess að málaferli spillist. „Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð og allir eiga rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ segir saksóknarinn og þingmaðurinn Michael Ellis. Hann segir jafnframt að fólk geti lent í því að fá dóm fyrir vanvirðingu við dómstóla ef það tjáir sig opinberlega um dómsmál og að embætti ríkissaksóknara rannsaki allar ábendingar um slíkt. My Office has launched a campaign, called #ThinkBeforeYouPost, to promote awareness of the risks of ill-judged posts. It is critical that that evidence is tested before a jury, and not in the court of public opinion. #AGQuestions pic.twitter.com/bymo8bVfTH— Attorney General (@attorneygeneral) July 1, 2021 Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Íslendingar erlendis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Gylfi Þór var handtekinn föstudaginn 16. júlí síðastliðinn vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Samkvæmt frétt Sky um málið var hann látinn laus gegn tryggingu skömmu eftir handtöku. Sky nafngreinir Gylfa Þór ekki enda segjast breskir fjölmiðlar ekki geta nafngreint grunaða menn af lagalegum ástæðum. Everton, lið Gylfa Þórs, hefur gefið út að hann muni ekki spila fyrir félagið á meðan á rannsókn lögreglu stendur. Gylfi mun því að öllum líkindum ekki spila í ensku úrvalsdeildinni fyrr en 16. október hið fyrsta. Þá hefur Everton gefið út að félagið muni aðstoða lögreglu við rannsókn málsins en ekki tjá sig frekar um málið. Fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig Ríkissaksóknari Bretlands hefur varað fólk við því að tjá sig um dómsmál á netinu og segir að það geti leitt til þess að málaferli spillist. „Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð og allir eiga rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ segir saksóknarinn og þingmaðurinn Michael Ellis. Hann segir jafnframt að fólk geti lent í því að fá dóm fyrir vanvirðingu við dómstóla ef það tjáir sig opinberlega um dómsmál og að embætti ríkissaksóknara rannsaki allar ábendingar um slíkt. My Office has launched a campaign, called #ThinkBeforeYouPost, to promote awareness of the risks of ill-judged posts. It is critical that that evidence is tested before a jury, and not in the court of public opinion. #AGQuestions pic.twitter.com/bymo8bVfTH— Attorney General (@attorneygeneral) July 1, 2021
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Íslendingar erlendis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira