Gætu boðað til verkfalls á mánudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:52 Arnar Hjálmsson segir að flugumferðarstjórar gætu boðað til verkfalls á mánudag. vísir/vilhelm Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira