Tilkynnt var um ákvörðunina í gær en geimgangann átti að eiga sér stað í dag.
Til stóð að geimfararnir Mark Vande Hei og Akihiko Hoshide færu út og kæmu fyrir festingum fyrir nýja sólarvængi. Vande Hei er hins vegar sagður glíma við „minniháttar“ heilsuvanda og því verður verkinu frestað.
Talsmenn NASA segja það ekki munu koma að sök.
Vande Hei er 54 ára fyrrverandi ofursti og hefur verið í geimnum frá því í apríl. Þar verður hann að óbreyttu fram á vor en þetta er í annað sinn sem hann dvelur um borð í geimstöðinni.