Valdaránsmenn í Gíneu boða nýja þjóðstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 18:37 Mamadi Doumbouya ofursti (f.m.) í fararbroddi valdaránsmanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á sunnudag. Þeir tóku Alpha Condé forseta höndum og felldu stjórnarskrána úr gildi. AP/Radio Television Guineenne Leiðtogi valdaránsmanna sem steyptu Alpha Condé, forseta Gíneu, af stóli um helgina boðar að ný þjóðstjórn verði mynduð á næstu vikum. Condé er enn í haldi valdaránsmanna og ekki liggur fyrir hvað verður um hann. Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara. Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara.
Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00