Að byrgja brunn ... Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 13. september 2021 12:01 Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar