Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 10:05 Kristalina Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur árum. Áður var hún forstjóri Alþjóðabankans þar sem hún er sökuð um að hafa þrýst á starfslið að fegra stöðu Kína. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu. Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu.
Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira