Facebook þarf að afhenda gögn um þjóðarmorð á róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 10:34 Hatur á róhingjum í Búrma var dreift víða á Facebook í aðdraganda þjóðarmorðsins á þeim. Facebook brást seint við og hefur neitað að veita upplýsingar um reikninga sem það eyddi vegna færslnanna. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum skipaði samfélagsmiðlarisanum Facebook að gera opinber gögn um reikninga sem tengdust þjóðarmorði á róhingjum í Búrma en var lokað. Skammaði hann Facebook fyrir að afhenda ekki alþjóðlegum rannsakendum gögnin. Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög. Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög.
Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira