Gríðarháar niðurgreiðslur til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. október 2021 07:41 Sérfræðingar AGS segja að með því að láta jarðefnaeldsneytið kosta það sem það ætti í raun að kosta myndi útblásturinn minnka um þriðjung. Getty Jarðefnaeldsneytisiðnaður heimsins fær um ellefu milljónir Bandaríkjadala í niðurgreiðslur frá ríkjum heimsins á hverri einustu mínútu allan ársins hring. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þar segir að á síðasta ári hafi kola-, olíu- og gasframleiðsla fengið 5,9 billjónir dollara í niðurgreiðslur. Ekkert ríki í heiminum lætur eldsneytið kosta það sem það ætti að kosta miðað við framleiðslukostnað og umhverfisáhrifin sem slíkt eldsneyti veldur, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Skýrsluhöfundar segja að með þessum niðurgreiðslum séu ríki heimsins aðeins að hella olíu á eldinn, í orðsins fyllstu merkinu, þegar kemur að loftslagsbreytingum á jörðinni. Þetta gerist á sama tíma og þjóðir segjast keppast við að draga úr losun og almenningur er hvattur til að nýta sér grænni kosti. Hreinar og beinar niðurgreiðslur eru átta prósent af heildarupphæðinni sem AGS hefur tekið saman, en skattaívilnanir nema sex prósentum. Obbinn af upphæðinni skýrist hins vegar af því að ríkjunum hefur láðst að láta mengandi iðnað borga fyrir dauðsföll og heilsutjón sem hlýst af útblæstrinum og þá þurfa fyrirtækin ekki heldur að standa straum af kostnaði sem hlýnun jarðar veldur mannkyninu. Sérfræðingar AGS segja að með því að láta jarðefnaeldsneytið kosta það sem það ætti í raun að kosta myndi útblásturinn minnka um þriðjung. Það yrði stórt skref í átt að því að ná loftslagsmarkmiðum þjóða heimsins. Bensín og olía Loftslagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þar segir að á síðasta ári hafi kola-, olíu- og gasframleiðsla fengið 5,9 billjónir dollara í niðurgreiðslur. Ekkert ríki í heiminum lætur eldsneytið kosta það sem það ætti að kosta miðað við framleiðslukostnað og umhverfisáhrifin sem slíkt eldsneyti veldur, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Skýrsluhöfundar segja að með þessum niðurgreiðslum séu ríki heimsins aðeins að hella olíu á eldinn, í orðsins fyllstu merkinu, þegar kemur að loftslagsbreytingum á jörðinni. Þetta gerist á sama tíma og þjóðir segjast keppast við að draga úr losun og almenningur er hvattur til að nýta sér grænni kosti. Hreinar og beinar niðurgreiðslur eru átta prósent af heildarupphæðinni sem AGS hefur tekið saman, en skattaívilnanir nema sex prósentum. Obbinn af upphæðinni skýrist hins vegar af því að ríkjunum hefur láðst að láta mengandi iðnað borga fyrir dauðsföll og heilsutjón sem hlýst af útblæstrinum og þá þurfa fyrirtækin ekki heldur að standa straum af kostnaði sem hlýnun jarðar veldur mannkyninu. Sérfræðingar AGS segja að með því að láta jarðefnaeldsneytið kosta það sem það ætti í raun að kosta myndi útblásturinn minnka um þriðjung. Það yrði stórt skref í átt að því að ná loftslagsmarkmiðum þjóða heimsins.
Bensín og olía Loftslagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira