Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 10:44 Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í Manchester á Englandi. Ráðast þarf í mikla innviðauppbyggingu fyrir rafbíla á næstu árum enda stendur víða til að banna nýja bensín- og dísilbíla. Vísir/Getty Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló. Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló.
Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira