Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 13:47 Samband Suðaustur-Asíuríkja hefur bannað Min Aung Hlaing að mæta á næstu ráðstefnu sambandsins. EPA-EFE/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni. Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni.
Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58