Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 09:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira