Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:45 Lögreglan í Santa Fe í Nýju-Mexíkó er með málið til rannsóknar. AP/Jae C. Hong Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00